Nýjir möguleikar fyrir þitt verkstæði

Skilvirkt vöruflæði og stuttur afgreiðslutími

Sem Mekonome Verkstæði þá kaupir þú varahlutina af okkar lager á Islandi eða frá höfuðlager Mekonomen í Strangnas. Í Strangnas eru um 67.000 vörurnúmer á lager en til viðbótar eru um ein milljón vörunúmera í boði frá samningsbundnum birgjum Mekonomen. Með auðveldu aðgengi að þessu mikla vöruúrvali og stuttum afgreiðslutíma þá hækkar hlutfall útseldra vinnustunda á þínu verkstæði – við komum varahlutunum tíl þín og þú einbeitir þér að þjónustu við þína viðskiptavini.

Varahlutir í orginal gæðum – með minnst 3 ára ábyrgð

Við seljum samskonar, eða betri, varahluti að gæðum en þeir sem upphaflega fylgdu bílnum. Varahlutirnir koma frá sömu framleiðendum og framleiða upprunalega varahluti fyrir bílaiðnaðinn. Þess vegna er að minnsta kosti 3 ára ábyrgð á varahlutunum, sem tryggir þig sem verkstæðiseiganda og er auk þess öflugt sölutæki gagnvart þínum viðskiptavinum.

Markaðssetning.

Við auglýsum þær vörur og þjónustu sem búðin og verkstæðin bjóða upp á, bæði á landsvísu en líka í nær umhverfinu. Við tökum þátt í auglýsingakostnaði sem beint er að þínu verkstæði í þínu nær umhverfi. Aðalstyrkurinn liggur í heildinni og auglýsingum á landsvísu – sem er eitthvað sem stakt verkstæði getur ekki staðið undir.