Vertu einn af okkur – opnaðu eigið Mekonomen verkstæði

Mekonomen er eitt sterkasta vörumerki á Norðurlöndum. Það er engin tilviljun því við vinnum stöðugt og markvisst með verkstæðunum að því að styrkja vörumerkið. Við ætlum okkur að vera leiðandi aðili á markaðnum og bjóða hagstæðar lausnir í hæsta gæðaflokki.

Saman eigum við auðveldara með að bæta okkur og mæta síbreytilegum kröfum viðskiptavina en um leið verður reksturinn að vera arðsamur. Saman getum við orðið fyrsta val bíleigandans.

Hugmyndin með Mekonomen Bílaverkstæði er að styrkja samkeppnishæfni verkstæðanna. Ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag er tæknin í nútímabílum. Það þarf að fylgjast með nýjungum, hafa aðgang að tækniupplýsingum og greiningartölvan er orðin jafn mikilvæg og topplyklasettið. Mekonomen leggur mikla áherslu á að verkstæðin hafi aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum, og fái aðstoð við þessa þætti. Markaðssetning og samræmt útlit verkstæðanna dregur svo viðskiptavini að þínu verkstæði.

Þessi grunnur gerir þér mögulegt að reka verkstæði með góðum árangri. Verkstæði þar sem þekking og framsækni eru grunnþættir – með öðrum orðum, Mekonomen Bílaverkstæði.