Ferðabox á bílinn

Vantar pláss í bílinn?

Þægileg og auðveld leið til að auka plássið er að festa kaup á ferðaboxi, oft nefnt tengdamömmubox.

En þá vaknar spurningin:  Hvaða ferðabox hentar best?  Það er mikilvægt að velja þá lausn sem uppfyllir þínar þarfir og því ætlum við að setja saman stuttan leiðarvísi sem getur aðstoðað þigvið valið.

valj_ratt_takbox-600x270

Hvort sem til stendur að ferðast um vetur, vor, sumar eða haust þá fylgir því jafnan talsverður farangur svo sem ferðatöskur, skíði, sleði, svefnpoki o.s.frv.  Oftast fer mikill tími og orka í að troða þessu öllu í skottið með tilheyrandi skerðingu á útsýni bílstjóra og óþægindum fyrir farþega.  Góðu fréttirnar eru þær að það er til lausn – Ferðabox!

 

Ferðabox á bílinn.

Í ferðaboxi rúmast flestir léttari hlutir sem taka oft mikið pláss í farangursrými. Kostirnir eru fjölmargir; Pökkun verður auðveldari, ferðalagið sjálft verður öruggara, og allir komast á áfangastað án teljandi óþæginda og stress.

 

Veldu ferðabox sem hentar þér.

Íhugaðu hvað þú ætlar að setja í boxið og hversu oft þú áætlar að nota það.

Ekki taka ákvörðun út frá einungis einni forsendu s.s. árstíð heldur er betra að skoða valið út frá heildarþörf fjölskyldunnar.  Ferðabox er nefnilega ekki bara hentugt um vetur eða haust heldur er betra að hugsa þetta úr frá heildarnotkun árið um kring.

boxlift-300x209

Spyrja þarf spurninga eins og: Þarf að vera hægt að flytja hjól?  Hvað með skíði, sleða, dýnur, barnarúm og einnig þarf að huga að breidd og lengd boxins auk margra annarra þátta.  Því er gott að fá ráðleggingar hjá fagfólki.

Hafðu samband eða kíktu við til okkar hjá Mekonomen og við aðstoðum þig við að velja það sem hentar þér.

 

Sími: 527-2300 eða sendu tölvupóst til sala@mekonomen.is

Opnunartími verslunar er milli 8 og 18 alla virka daga.

Heimilisfangið er Smiðsbúð 2, 210 Garðabær -