Sagan

Tveir frumkvöðlar, Ingemar og Leif, stofnuðu árið 1973 fyrirtækið Bileko. Upphaflega var stefnan að selja pústkerfi. Á þeim tíma voru þeir hlutir sem biluðu hvað mest í bílum í Svíþjóð. Grunnurinn var lagður í litlu húsnæði í suður Stokkhólmi þaðan sem varahlutir voru keyrðir til verkstæða á gömlum Mercedes. Innan tveggja tíma frá því að bifvélavirkinn hringdi og pantaði voru hlutirnir komnir í hans hendur. Fljótlega kom í ljós að þessi stutti afhendingartími skapaði mikla eftirspurn og fyrr en varði var boðið upp á fleiri vöruflokka eins og bremsuhluti, hjólalegur og fleira.

Fram á miðjan níunda áratuginn voru ákveðin skil á milli þeirra sem ráku varahlutalager og þeirra sem ráku varahlutabúðir. Ingemar og Leif vildu breyta þessu og keyptu búðarkeðjuna Mekonomen sem þá rak 17 búðir. Þannig varð til keðja sem sá um allt ferlið frá varahlutaframleiðanda, til lagers, búðar og á endanum til neytandans.

Skilvirkt vöruflæði var lykill að vexti.

Skilvirkt vöruflæði með stuttum afgreiðslutíma sýndi sig í að vera afgerandi atriði og óx fyrirtækið hratt. Lagerinn í Sätra suður af Stokkhómi tvöfaldaðist. Árið 1998 er lagerinn svo fluttur til Strängnas vestur af Stokkhómi þar sem búið var byggja nýja lagerbyggingu utanum starfsemina.

Vöxtur innan Skandinavíu

Árið 1999 hóf Mekonomen starfsemi í Noregi og uppbygging Mekonomen bílaverkstæða hófst. Þrem árum síðar yfirtekur Mekonomen Østergård i Danmörku sem þá var leiðandi í sölu varahluta þar í landi. Í maí árið 2000 er Mekonomen skráð í kauphöllina í Stokhólmi. Sama ár er vörulistinn gerður aðgengilegur á veraldarvefnum. Í maí árið 2011 opnar svo Mekonomen verslun á Íslandi.