Velkomin til mekonomen.is

Við bjóðum allar bílgerðir velkomnar

Hjá Mekonomen eru starfrækt alls um 1100 verkstæði og á þeim starfa um 4000 bifvélavirkjar sem eru reiðubúnir til að aðstoða með allt sem við kemur viðgerðum og viðhaldi bílsins.

Auk þess að bjóða upp á almennt viðhald, þá bjóðum við einnig viðgerðir fyrir allar bíltegundir.  Við notum til þess nýjustu tæki og tól til að bilanagreina bílinn og þannig nýtum við nútímatækni til að tryggja fyrsta flokks þjónustu.

 

Ábyrgð

Við notum einungis upprunalega Mekonomen varahluti, eða varahluti í sambærilegum gæðum, við viðhald eða viðgerðir bifreiða.   Upprunalegur varahluti merkir í þessu samhengi að varan er framleidd í nákvæmu samræmi við þá forskrift sem átti sér stað í bílaverksmiðju viðkomandi bílaframleiðanda.

Varahlutir eru af samsvarandi gæðum og upprunahlutir bifreiða þ.e. tryggt er að þeir uppfylli að lágmarki sömu gæði og upprunalegir varahlutir bifreiðarinnar.

Við notum ávallt varahluti frá framleiðanda séu þeir tiltækir annars tryggjum við varahluti sem búa yfir samsvarandi gæðum og fylgjum ávallt leiðbeiningum bílframleiðanda hverju sinni.

Öll vinna af okkar hendi er skráð í þjónustubók bílsins sem er mikilvæg heimild þegar bíllinn er seldur eða honum skipt út.

Öll vinna og umsjón varahluta og viðgerða standast kröfur og reglugerðir neytendalaga á Íslandi.

Sérfræðiþekking

Allir bifvélavirkjar sem starfa undir merkjum Mekonomen og samstarfsaðila eru menntaðir í sínu fagi og fá stöðuga endurmenntun á vegum fyrirtækisins.

Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólk okkar búi yfir sérþekkingu á eldsneytiskerfum, kúplingum, bremsum og loftkælingu bifreiða og notum auk þess háþróuð mælitæki sem notast er við bilanagreiningar og ástandsskoðun.

Í því skyni að standa vörð um og þróa færni starfsmanna er uppbygging starfseminnar skipulögð með því að leiðarljósi að auðvelda sem mest miðlun reynslu á milli starfsmanna.  Það segir sig sjálft að á meðal 4000 bifvélarvirkja innan samsteypunnar má finna marga sérfræðinga sem miðla af ánægju reynslu sinni áfram til annarra starfsmanna.

 

Nýjustu tæki og tól

Til að tryggja að þú og bíllinn þinn fái þjónustu af hæsta gæðaflokki verður að notast við bestu tæki sem völ er á.  Þau eru uppfærð reglulega til að standast allar þær kröfur sem eru gerðar til nútímaverkstæðis.